Stuð í Stóru Laxá

StoraLaxartifandi

Í Stóru er allt að gerast og spriklandi fjör víða í ánni. Í heildina er Stóra komin í 47 laxa sem skiptist þannig:  svæði 1&2, 25 laxar; svæði 3, 8 laxar; svæði 4, 14 laxar. Það komu 12 laxar á land í gær(12.07).

Árni Baldursson kíkti í ána og varð hann var við mikið líf á Hólmasvæðinu í Stóru 4.  Sá hann tíu laxa á Hólmabreiðu, sex á Pallinum og sex í Klaufinni.

Á meðfylgjandi mynd frá Árna má sjá tvo höfðingja af stærri gerðinni.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is