Stóra Laxá – smávægilegar breytingar á svæðaskiptingum

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Kæru veiðimenn,

Við tilkynnum örlitlar breytingar á svæðum 1&2 og þrjú. Rauðuskriður sem tiheyrðu áður svæði 1&2, tilheyra nú svæði þrjú. Svæði 1&2 nær því frá Illakeri niður að landamerkjum jarðarinnar Iðu að vestan og Litlu Laxár að austan. Svæði þrjú nær frá Undirgangi niður í Rauðuskriður að báðum hyljum meðtöldum.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is