Gæsaveiðin gengur vel

Nú fer að líða að lokum gæsaveiðinnar og við erum ekkert minna en hæstánægð með árangurinn á okkar svæðum.  Svæðin okkar í Melasveit og Gunnarsholti hafa verið loðin af gæs og veiðin eftir því. Allir okkar veiðimenn hafa farið brosandi og endurnærðir heim. Eins og sjá má á þessum stemningsmyndum af veiðinni í Gunnarsholti er enn töluvert af fugli á …

Stórlaxinn sækir fram í Eystri Rangá

Í Eystri Rangá hefur verið unnið markvisst að því síðustu ár að rækta upp stórlaxa. Í því skyni hafa menn stundað klakveiðar í blábyrjun tímabils, öfugt við það sem gerist víðast. Aukinheldur eru veiðimenn skyldaðir til að sleppa öllum stórlaxi í klakkistur ánni til hagsældar. Með þessu fyrirkomulagi eru slegnar tvær flugur í einu höggi; stórlaxar verða hærra hlutfall afla …

Síberíulaxinn getur verið svakalegur

Við hjá Lax-á höfum undanfarin ár boðið upp á skemmtilega kosti í veiði utan landsteinanna fyrir ævintýraglaða veiðimenn. Má þar nefna Rússland og Skotland en þangað hafa íslenskir veiðimenn farið til fjölda ára og líkað vel. Einn af þeim áhugaverðu kostum sem við bjóðum upp á eru ferðir til Mongólíu. Þar eru menn að sækja í fisk sem getur orðið …

Risalax úr ánni DEE í Skotlandi

Það hljóp aldeilis á snærið hjá Gordon Smith núna á miðvikudaginn (15/10/2014) þar sem hann var við veiðar á Birse svæðinu í DEE í Skotland. Hann landaði laxi sem var mældur 37 pund og var það staðfest af tveimur gædum sem voru með honum. Eins og sjá má er fiskurinn leginn og hefur því léttilega verið yfir 40 pundum þegar …

Hvannadalsá – veiðistaðalýsing

Hvanndalsá er ákaflega skemmtileg og vinsæl veiðiá við djúp, við endurbirtum hér ágæta veiðistaðalýsingu sem gott er að hafa til hliðsjónar þegar veitt er í ánni.   1.       Stekkjarfoss, efsti veiðistaður í Hvannadalsá. Í Stekkjarfossi hafa veiðst margir af stærstu löxum sem fengist hafa í ánni, sérstaklega hafa þeir stóru gefið sig þegar liðið er á sumarið og þá oft í …

Inndjúpið er mín laxveiðiparadís

Ég á mér nokkur uppáhaldssvæði í veiði líkt og margir en hátt á listanum er að stunda veiðar í ánum við Ísafjarðardjúp. Í sérstöku uppáhaldi eru ferðir þangað í byrjun tímabils, þegar lífið er að vakna og bjart er allan sólarhringinn. Það er bara fátt sem toppar að standa við ána sína seint að kveldi í sumarbyrjun og horfa á …

Maríulaxinn

Síðuritari skrapp í veiði um liðna helgi. Ekki var veðurútlitið gott og ég hefði helst af öllu viljað bíða af mér mesta hríðarhaglandann og fá mér meira kaffi og gott ef ekki með því. En nú var ekki því að heilsa því ég hafði lofað fimm ára syni mínum að við skyldum fara að veiða lax. Og hann var ekkert …

Miðdalsá leynir á sér

Ekki er mjög langt síðan Lax-á tók Miðdalsá í Steingrímsfirði á leigu. Lítið var vitað um ána annað en að í hana gengi töluvert af sjóbleikju og nokkrir laxar veiddust þar árlega. Undirritaður átti því láni að fagna að kíkja í ána part úr helgi síðla í ágúst. Skemmst er frá því að segja að áin kom afar skemmtilega á …

Lokatölur úr Stóru Laxá

Stóru Laxá var lokað í gær þann 30.09. Nú höfum við fengið staðfestar lokatölur úr ánni en hún lauk tímabilinu í 882 löxum og 49 silungum sem er feikigóður árangur. Þetta er samkvæmt okkar bestu vitneskju næst besti árangur árinnar frá upphafi og setur hana í 9. sæti á landsvísu yfir bestu ár sumarsins 2014. Aðeins metsumarið 2013 var betri …

Lokatölur úr Blöndu

Blanda öll hefur verið feikifín i sumar og lauk hún keppni í 1931 laxi sem tryggir henni þriðja sætið á landsvísu. Aðalsvæðið var líklega með þeim bestu á landinu hvað varðar veiði á stöng á dag í júlímánuði, en bestu vikurnar voru að skila yfir vel 200 löxum á stangirnar fjórar.  Júníveiðin var heldur ekkert slor en sem dæmi má …