Af Stóru Laxá

Stóra laxá er enn ekki komin í haustgírinn en þó er engin ördeyða í ánni. Síðasta holl á svæði eitt og tvö var með fimmtán laxa.  Nú dansa menn regndans til að bæti í ána og kraftmiklar göngurnar vaði á heimaslóðir. Hingað til hefur laxinn gerst heldur heimakær á Iðu og veiðin þar hefur verið góð eftir því.

Við látum ykkur að sjálfsögðu vita þegar mokið hefst í eitt og tvö og færum ykkur vonandi myndir af veislunni. Svæði eitt og tvö er koluppselt en við eigum daga á svæði þrjú og fjögur ef menn vilja veiða eina fallegustu á landsins svona í slúttið.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is