Heldur hafa veiðisvæðin okkar í Soginu verið róleg í sumar líkt og raunin er víða á landinu Við heyrðum í veiðimanni sem fékk þrjá laxa í Syðri Brú. Veiðisvæðið er þar með komið í um 20 laxa í sumar. Holl sem var að ljúka veiðum í Ásgarði var með sjö laxa og urðu þau vör við eitthvað að ganga. Ásgarður …
Fréttir úr Djúpinu
Langadalsá er samkvæmt síðustu fréttum komin í 103 veidda laxa. Heldur hefur lifnað við síðustu daga því við fengum fréttir af því að hollið 8-11 ágúst hefði fengið 29 laxa, flestir af þeim tveggja ára fiskar. Afar hátt hlutfall aflans í sumar er tveggja ára lax, smálaxinn er liðfár líkt og á fleiri stöðum í ár. Hvannadalsá er komin í …
Laxveiðifréttir
Heyrðum af holli sem var að ljúka veiði í Hróarslæk og var með 6 laxa og tvær bleikjur og fengu þeir fisk meðal annars niður í ós. Auk þess veiddu þeir urriða sem var hvorki meira né minna en 14 pund, fremur stuttur en alveg sílspikaður og hrikalega sver eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Sá hefur lifað góðu …
Ævintýri í Miðdalsá
Við fengum sendan pistil frá Jóni Halldóri sem var sérlega ánægður með ferðina í Miðdalsá. Við gefum honum orðið: „Við vorum þarna að veiða frá föstudegi fram á mánudag. Við komum seint á föstudag þannig að við byrjuðum ekki að veiða fyrr en á laugardagsmorgun. Til að gera langa sögu stutta þá vorum við 5 saman og þar af 4 …
Laxveiðifréttir
Við heyrðum tíðindi af Hróarslæk. Veiðimenn sem voru að klára sínar vaktir fengu tvo eftir túrinn og þar af einn þrettán punda. Þeir sögðust hafa séð fisk á stöðum 14-16 en ekki víðar. Það er því líf í læknum en ekki mikið gengið enn sem komið er. Við bíðum eftir að Hróinn hrökkvi almennilega í gírinn, hann er seinn til …
Blanda í góðum málum
Við heyrðum í veiðimönnum sem voru alveg rífandi kátir á svæði þrjú í Blöndu. Eftir tvær vaktir voru þeir komnir með yfir 20 laxa og settu þar með bókina í hátt í 50 fiska. Mest sögðu þeir að þetta væri vel haldinn smálax en nokkrir tveggja ára voru þó með. Þeir misstu eitt ferlíki sem að sögn var sá stærsti …
Hvannadalsá geymir lax
Við heyrðum í veiðimönnum sem voru að koma úr Hvannadalnum. Mikið vatn er í ánni en þar kemur til bæði miklar snjóbirgðir í fjöllum eftir veturinn og þessi rigningartíð sem hefur hrellt vesturlandið þetta sumarið. Vonandi horfir til betri vegar eftir því sem snjóalög minnka og….rignir örlítið minna. Alltaf skal þetta vera annað hvort í ökkla eða eyra hjá okkur …
Laxveiðifréttir
Í Tungufljóti reytist upp fiskur og við vitum af allavega 9 löxum á land. Töluvert líf hefur sést við Faxa og ítalskir veiðimenn sem núna standa vaktina eru hæstánægðir en þeir lönduðu vænum fiski í morgun. Eystri Rangá er á góðri siglingu og síðustu fréttir herma að 293 laxar séu komnir á land, í gær veiddust 35 laxar. Við rákumst …
Laxveiðifréttir
Hallá er í góðu geymi en hún nálgast 50 laxa múrinn samkvæmt veiðimönnum sem voru að klára sinn túr. Þeir fengu tvo smálaxa í gljúfrunum, annan í neðsta hyl og annan rétt fyrir ofan fossa. Þeir misstu nokkra dreka og sáu töluvert af fiski í Kjalarlandsfossum og eitthvað sáu þeir uppi á dal. Hróarslækur er hrokkinn í gang, en við …