Vorveiði í Leirvogsá 2019

Við höfum nú sett í sölu afar spennandi kost í vorveiðinni en um er að ræða sjóbirtingsveiðar í Leirvogsá. 

Lengi hefur verið vitað að Leirvogsá geymir góðan stofn af sjóbirting og hafa menn í gegn um árin fengið fanta flotta birtinga allt upp í 15 pund.

Vorið 2018 var farið af stað með tilraunaveiðar á sjóbirting í ánni og var veiðin framar öllum vonum. Á neðri hluta árinnar reyndist töluvert magn af birtingi sem var ginnkeyptur fyrir flugunni.

Við hjá Lax-Á höfum ákveðið að opna vorveiðina fyrir almennan markað frá og með árinu 2019. 

Það er stutt að halda til vorveiða í Leirvogsá, áin er sannkölluð vin rétt fyrir utan skarkala höfuðborgarinnar. Stangirnar tvær eru seldar saman á 30.000 krónur á dag eða 15.000 stöngin. 

Hér má lesa meira um veiðina: Leirvogsá vorveiði

Hér má kaupa veiðileyfi: Leirvogsá veiðileyfi