Lengi hefur verið vitað að Leirvogsá geymir góðan stofn af sjóbirting og hafa menn í gegn um árin fengið fanta flotta birtinga allt upp í 15 pund.

Vorið 2018 var farið af stað með tilraunaveiðar á sjóbirting í ánni og var veiðin framar öllum vonum. Á neðri hluta árinnar reyndist töluvert magn af birtingi sem var ginnkeyptur fyrir flugunni.

Við hjá Lax-Á höfum ákveðið að opna vorveiðina fyrir almennan markað frá og með árinu 2019. 

Það er stutt að halda til vorveiða í Leirvogsá, áin er sannkölluð vin rétt fyrir utan skarkala höfuðborgarinnar.

Leirvogsá er bergvatnsá sem rennur úr Leirvogsvatni 12km leið til sjávar. Fiskgengur hluti árinnar frá Tröllafossi að ósi er 8km. Finna má marga og fjölbreytta veiðistaði í ánni og afar rúmt er um stangirnar tvær.

Staðsetning: Leirvogsá er rétt fyrir utan Mosfellsbæ, um 20 mínútna akstur frá miðbæ Reykjavíkur.

Leyfilegt agn: Eingöngu fluga í vorveiðinni og öllu sleppt.

Kvóti: Öllum fiski ber að sleppa án undantekninga!

Veiðihús: Veiðihúsið við Leirvogsá er gamalt en þjónar sínum tilgangi vel. Ekki er boðið upp á gistingu við ána en húsið er notað til að matast í hléum. 

Veiðisvæði: Veiðisvæðið nær frá og með Helguhyl að og með Tunguborgareyrum í vorveiðinni. Veiði er bönnuð ofan við Helguhyl. 

Veiðisvæðaskiptingar: Stangirnar eru eingöngu seldar saman, menn koma sér saman um skiptingar.

Stangarfjöldi: 2 stangir seldar saman. Seldur er einn eða fleiri dagar frá morgni til kvölds.

Tímabil: 15.04 -15.05

Daglegur veiðitími: 08-20 án hlés.

Veiðitæki: Einhenda 9” fyrir línu 6-8, flotlína, intermediate.

Staðhættir og aðgengi: Ágætt í neðri hluta.

Umsjónarmaður/veiðivörður: Viðar Jónasson S: 8482914 : Gunnar Andri Viðarsson S: 8242914

Veiðikort: Leirvogsá

Veiðibók: Er í veiðihúsinu, munið að skrá afla daglega.

Bókanir og nánari upplýsingar: Skrifstofa Lax-á, s: 531 6100, Vefsala Lax-Á  

 

Staðsetning