Lengi hefur verið vitað að Leirvogsá geymir góðan stofn af sjóbirting og hafa menn í gegn um árin fengið fanta flotta birtinga allt upp í 15 pund.

Vorið 2018 var farið af stað með tilraunaveiðar á sjóbirting í ánni og var veiðin framar öllum vonum. Á neðri hluta árinnar reyndist töluvert magn af birtingi sem var ginnkeyptur fyrir flugunni.

Við hjá Lax-Á höfum ákveðið að opna vorveiðina fyrir almennan markað frá og með árinu 2019. 

Það er stutt að halda til vorveiða í Leirvogsá, áin er sannkölluð vin rétt fyrir utan skarkala höfuðborgarinnar.

Athugið að veiðihúsið er lokað og senda ber allar veiðitölur á: jds@lax-a.is

Leirvogsá er bergvatnsá sem rennur úr Leirvogsvatni 12km leið til sjávar. Fiskgengur hluti árinnar frá Tröllafossi að ósi er 8km. Finna má marga og fjölbreytta veiðistaði í ánni og afar rúmt er um stangirnar tvær.

Staðsetning: Leirvogsá er rétt fyrir utan Mosfellsbæ, um 20 mínútna akstur frá miðbæ Reykjavíkur.

Leyfilegt agn: Eingöngu fluga í vorveiðinni og öllu sleppt.

Kvóti: Öllum fiski ber að sleppa án undantekninga!

Veiðihús: Veiðihúsið við Leirvogsá er gamalt en þjónar sínum tilgangi vel. Ekki er boðið upp á gistingu við ána en húsið er notað til að matast í hléum. 

Veiðisvæði: Veiðisvæðið nær frá og með Helguhyl að og með Tunguborgareyrum í vorveiðinni. Veiði er bönnuð ofan við Helguhyl. 

Veiðisvæðaskiptingar: Stangirnar eru eingöngu seldar saman, menn koma sér saman um skiptingar.

Stangarfjöldi: 2 stangir seldar saman. Seldur er einn eða fleiri dagar frá morgni til kvölds.

Tímabil: 10.04 -15.05

Daglegur veiðitími: 08-20 án hlés.

Veiðitæki: Einhenda 9” fyrir línu 6-8, flotlína, intermediate.

Staðhættir og aðgengi: Ágætt í neðri hluta.

Umsjónarmaður/veiðivörður: Viðar Jónasson S: 8482914 : Gunnar Andri Viðarsson S: 8242914

Veiðikort: Leirvogsá

Veiðibók: Er í veiðihúsinu, munið að skrá afla daglega.

Bókanir og nánari upplýsingar: Skrifstofa Lax-á, s: 531 6100, Vefsala Lax-Á  

 

Staðsetning