Vor(hor)veiði

Síðuritari verður að viðurkenna að hann dáist af þeim sem láta ekkert slá sig út af laginu þegar vorveiðskapur er annars vegar.  Menn standa vaktina í rokhraglanda og snjókomu með bros á vor, eða svona næstum því.

Og menn eru að fá hann, við höfum séð marga hríðarbarða veiðimenn skælbrosandi með flotta fiska. Ef menn leggja á sig erfiðið eru launin oft ríkuleg.

En ég ætla að bíða rétt aðeins um sinn, ég hef ekki alveg nennu í slagveðrið , en minn tími mun koma! Eh… þegar hlýnar.

Vildi svo minna ykkur á að við erum alltaf að bæta í vefsöluna og oft losna feitir bitar sem við setjum þar inn. Þú voru t.d að losna tvær stangir í Blöndu 1 helgina 16-18.06.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is