Vin í eyðimörkinni!

Þetta hefur vægast sagt verið ótrúlega skrýtið sumar í laxveiðinni og við erum að sjá tölur úr flestum ám sem engin fordæmi eru fyrir. Við skulum vona að við þurfum aldrei aftur að upplifa svona ár þar sem fer saman geigvænlegur vatnsskortur og laxleysi. Úr þessu er eingöngu hægt að vona að veislan skelli á þegar fer að rigna að gagni, við höfum heyrt úr mörgum áttum að töluvert af laxi hafi sést í sjó og ám eins og Hvítá þar sem hann bíður færis til uppgöngu. 

Ein á er þó að bæta sig á milli ára og er það Eystri Rangá. Við heyrðum í Gunnari staðarhaldara og hann sagði góðan gang í veiðinni og flest svæði vera vel inni.

Við eigum örfár stangir eftir um næstu helgi og eru þær á tilboði í vefsölu, þetta eru síðustu lausu stangirnar í bili.

Hægt er að festa kaup á þeim hér í Vefsölu 

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is