Verðlækkun í Ásgarði í Soginu

Ásgarði í Soginu, lax-a.is, laxveiði, lax,

Við höfum ákveðið að lækka verð og breyta fyrirkomulagi veiðanna í Ásgarði í Soginu. Nú verða veiddir heilir dagar án gistingar og seldar verða stakar stangir einn eða fleiri daga í senn. Hægt verður að bóka húsið sér óski menn þess svo lengi sem það er laust, best er að hafa samband við skrifstofu til að athuga stöðuna á því.

Verðið á dagsstöngina verður eftir lækkun frá 19.000 – 37.000. Við vonum að margir nýti sér að skreppa í dagstúr í Sogið enda stutt að fara frá höfuðborgarsvæðinu.

Hér má finna leyfi í Ásgarð: Ásgarður veiðileyfi

Veiðikveðja 

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is