Veislan heldur áfram í Tungufljóti

Enn færum við ykkur fréttir af Tungufljóti. Það er bara svo gaman að segja frá þegar vel gengur. Hann Binni skrapp í fljótið í gær og veiddi 4 fiska á tveimur og hálfum tíma, þar á meðal þennan  glæsilega 92cm hæng. Í gær veiddust 11 laxar í  Fljótinu. Fljótið er að gefa fiska langflesta daga sem þar er staðið við veiðar og virðist töluvert af fiski á svæðinu en þó mest við Faxa.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð –  jds@lax-a.is