Frændur okkar í Skotlandi búa við þann lúxus að laxveiðitímabilið er langt og fyrstu árnar þar um slóðir opna í janúar.
Við hjá Lax-Á höfum haft ítök í Skotlandi um langt árabil og höfum við lengi haft sölu á leyfum í ánni Dee á okkar snærum.
Dee sem er ein af betri ám Skotlands opnaði fyrir veiðimönnum í gær með alls konar seremóníum og havaríí. Gott ef menn voru ekki að fá sé „wee“ staup til að hita sig upp fyrir veiðarnar.
Veiðarnar þessa fyrstu daga hafa alltaf verið upp og ofan en í gær náðu menn að landa 6 löxum. Stærsti laxinn var jafnframt sá fysti sem veiddist – 12lbs lax af Park svæðinu. Þetta var jafnframt maríulax þessa ágæta veiðmanns og sjá má silfursleginn nýrenninginn á meðfylgjandi mynd.
Þá er bara fyrir okkur hér nyrðra að bíða sumars, nú ef menn vilja kasta fyrir lax í Skotlandi þangað til þá gefur undirritaður allar upplýsingar.
Veiðkveðja
Jóhann Davíð – jds@lax-a.is