Kynning á Tungufljóti

Kynningarnar í vor hafa farið vel af stað og var mjög góð mæting bæði í Ásgarði og í Stóru Laxá. Því hefur verið ákveðið að bæta við kynningu á Tungufljóti.

Þar verður haldin veiðistaðakynning á laxasvæðinu í Tungufljóti 30.maí nk, laugardag kl 13.00.
Laxasvæðið nær frá fossinum Faxa fram hjá Reykholti og niður að brú. Á veiðistaðakynningunni verður farið yfir veiðisvæðið, helstu tökustaði og allar þær upplýsingar sem koma sér vel þegar veitt er á svæðinu. Þá gefst veiðimönnum sér að kostnaðarlausu að kynnast ánni sem best á staðnum og læra á hana.

Árni Baldursson heldur kynninguna og hittir veiðimenn kl 13.00 við bílastæðið hjá Faxa. Hægt er að skrá sig á kynninguna með því að senda tölvupóst á arnibald@lax-a.is

Hér er einnig hægt að finna laus leyfi í Tungufljóti fyrir sumarið, en það eru 4 stangir á svæðinu, 2 seldar saman í pakka.