Veiðistaðakynning á Ásgarði

Í gær fór fram fyrsta veiðistaðakynningin á laxa- og silungasvæðinu í Sogi Ásgarði en hún var vel sótt og lærdómsrík. Næsta veiðistaðakynning í Ásgarði fer fram nk sunnudag kl. 16.00. Næsta kynning er nánast fullbókuð en hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á arnibald@lax-a.is Ef hún verður fullbókuð er hægt að skrá sig á biðlista á næstu kynningar á eftir.

Sogið er magnað en flókið veiðisvæði sem margir kalla blettaveiði, þar sem mikið vatnsmagn er í ánni og oft lítil ákveðin svæði sem fiskurinn heldur sig á. Það er því gott að vita nákvæmlega hvar á að veiða og hvernig best er að nálgast svæðið til að hámarka árangur og ánægju.
Sogið býður upp á lax, urriða, sjóbirting, bleikju og sjóbleikju og því ótrúlega skemmtilegt og fjölbreytt svæði.
Kynningin fer fram á árbökkum en hist er við veitingastaðinn Þrastalund við Sogsbrú þar sem farið verður síðan upp á veiðisvæði í samfloti. Þáttökugjald er að kostnaðarlausu og býðst þáttakendum 25% afsláttur af lax- og silungsveiðileyfum fyrir komandi sumar sem bókuð eru á kynningardeginum.
Leiðsögumenn á þessari kynningu eru Tómas Lorange Sigurðsson, Stefán Kristjánsson og Árni Baldursson en allir þekkja þeir svæðið mjög vel.