Blanda hefur skipað sér öruggan sess sem ein af bestu laxveiðiám Íslands. Vandfundin er sú á sem gefur betri veiði í upphafi tímabils og er stórlaxastofninn i ánni sérlega öflugur. Yfir hábjargræðistímann eða „prime time“ er Blanda þekkt fyrir góðar aflahrotur og ósjaldan ná menn kvótanum sem er 12 laxar á dag.
Dammurinn og Breiðan eru fornfrægir veiðistaðir sem gefa góða veiði allt tímabilið. Blanda er öflugt vatnsfall á íslenskan mælikvarða, krefjandi á sem geymir sprettharðan og öflugan stofn.
Staðsetning: Norðvesturland. Blanda rennur í gegnum Blönduós, um 240 km frá Reykjavík.
Tímabil: 5. júní – 5.sept.
Staðhættir og umgengni: Blanda er mjög vatnsmikil og straumhörð og því hvetjum við veiðimenn til að sýna varkárni og nota björgunarvesti. Fara skal mjög varlega þegar vaðið er í ánni og við hvetjum menn til að meta aðstæður, nota vaðstaf og taka enga áhættu. Takið með ykkur allt rusl og skiljið við svæðið eins og þið vilduð koma að því.
Skyldugisting með fæði: Frá opnun til 10. ágúst
Veiðibók: Er í Hólahvarfi fram til 20. ágúst, en í Kúagerði (á svæði 1) eftir það.
Sími í veiðihúsi: 451 4070
Vatnsstaða: Þegar líða tekur á sumarið er árviss viðburður að hækka tekur í Blöndulóni sem nær hámarki þegar vatnsborðið fer að flæða yfir stífluna við lónið. Er þá talað um að Blanda fari á yfirfall.
Þegar Blanda fer á yfirfall hækkar yfirborð árinnar nokkuð og litast hún talsvert með þeim afleiðingum að áin verður erfiðari til veiða. Verð veiðileyfa í ágústmánuði tekur mið af þeim möguleika að áin geti hugsanlega orðið illveiðanleg, enda ómögulegt að spá nokkuð fyrirfram um hvort eða hvenær áin fari á yfirfall. Lax-á getur því ekki borið ábyrgð sé áin á yfirfalli þegar veiðimenn eru við ánna.
Á undanförnum árum hefur verið mjög misjafnt hvenær áin hefur litast, sumarið 2013 litaðist áin t.a.m. lítið sem ekkert og gerðu margir frábæra veiði það árið langt fram í september. Árið 2014 fór áin í yfirfall í lok Ágúst.
Bókanir og nánari upplýsingar: Skrifstofa Lax-á, s: 531 6100
Jóhann Torfi – johann@lax-a.is ;Jóhann Davíð – jds@lax-a.is