Úthlutun í Stóru Laxá fyrir sumarið 2021 er hafin

Jæja nú er veiðisumrinu lokið á flestum stöðum og vetrarvinnan tekur við. Við erum núna byrjuð að taka niður pantanir og raða niður veiðimönnum á sína daga í Stóru Laxá svæði 1 og 2 , svæði 3 og svæði 4 fyrir næsta sumar 2021. Það væri gott að heyra frá ykkur sem fyrst varðandi hvort að þið viljið halda ykkar dögum fyrir næsta sumar, bæta við ykkur eða minnka við ykkur, einnig gott að heyra frá þeim sem langar til að bæta Stóru Laxá sem nýjan valkost í veiðiflóruna. Stóra Laxá, þessi fallega á, býður ykkur velkominn næsta sumar og veiðigyðjan vonandi með arma sýna opna. Endilega hafið samband við Árna Bald arnibald@lax-a.is gsm 898 3601 , Völu valgerdur@lax-a.is og Gísla gisli@lax-a.is