Úthlutun í Laxveiði 2019

Kæru veiðimenn,

Nú erum við búnir að hafa samband við alla þá sem voru að veiða hjá okkur í sumar og bjóða dagana aftur. Ef ekki hefur verið haft samband við þig og þú hefur hug á að halda dögunum endilega vertu í sambandi hið fyrsta. 

Nú er almenn sala hafin hjá okkur og við eigum fullt af frábærum leyfum í pokahorninu. Fyrstir koma, fyrstir fá! Endilega hafið samband við undirritaðan ef þið viljið forvitnast um leyfi fyrir næsta sumar.

Við verðum með nánast óbreytt framboð af veiðisvæðum fyrir utan það að við verðum ekki lengur með Miðdalsá.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is