Úthlutun 2018

Kæru veiðimenn,

Við erum nú á fullu að raða niður á veiðisumarið 2018. Bendum mönnum á að hafa samband sem fyrst vilji þeir tryggja sér ákveðna daga þar sem nú þegar er farið að þynnast framboðið í mörgum ám.

Viljum benda á að nú verður maðkur aftur leyfður í Leirvogsá og við eigum einhverja flotta daga þar eftir. 

Einnig vildum við benda á að á sumri komanda ætti Eystri að vera í súpergír þar sem þrefalldar seiðasleppingar ættu þá að skila sér. Sleppingarnar tókust mjög vel og við erum að gera okkur vonir um að hún tvöfaldi sig í veiði á milli ára hið minnsta. 

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is