Tungufljót hrokkið í gírinn

Eftir rigningargusur síðustu daga hefur heldur færst líf í Tungufljótið. Við sögðum frá því nýlega að vel hefði veiðst um síðastliðna helgi og veiðin hefur haldið góðum dampi alla vikuna.

Árni Baldursson fór í ána í nokkra tíma á þriðjudaginn og hafði átta laxa upp úr krafsinu. Erlendur veiðimaður stóð einn vaktina í gær og veiddi þrjá laxa en missti hvorki meira né minna en átta stykki. Sá maður veiðir eingöngu á agnhaldslausa króka og kenndi því um.

Við heyrðum svo fréttir af veiðimönnum í morgun sem höfðu veitt nokkra og eitthvað misst.

Það bendir því allt til þess að gangan hafi loks skilað sér upp ána í vatnavöxtunum síðustu daga. Þess má geta að miðað við sleppingar vorum við að vonast eftir nokkuð hunduð laxa veiði úr ánni.

Veiðileyfi í Fljótinu á afar sanngjörnu verði má nálgast hér: Tungufljót vefsala

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is