Það styttist…

Það liggur við að veiðimaður klóri sér í hausnum þessa dagana og velti fyrir sér af hverju ekki er hægt að veiða. Veiðiblíðan undanfarið hefur verið slík að líkt er að blessað vorið sé komið og maður geti skroppið í Varmána góðu eða eitthvað annað vorveiðisvæði.

En… Svo kíkir maður á dagatalið og það er víst febrúar. Allt lokað nema leynivötn og lækir sem sumir heppnir hafa aðgang að.

Þá er bara að hlakka til og þessi vorfílingur í veðrinu ýtir undir hlakkið og ekki er laust við að vægur titringur geri vart við sig í kasthendinni.

En…Það er ekki svo langt að bíða. Sá háheilagi dagur fyrsti apríl er efti tæpann einn og hálfan mánuð og þá er hægt að dunda sér við silunginn þar til laxinn mætir.

Það styttist og ég hlakka til, það er góð tilfinning.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is