Það gengur vel í Skotlandi

Eftir alveg skelfilegt veðurfar þar sem menn neyddust til að ösla snjó til að komast út í hálf frosna ána þá bötnuðu aðstæður í síðustu viku. 

Og með skaplegra veðri fór að hann að taka. Á svæðinu okkar í ánni Dee – Lower Crathes veiddust 14 laxar í vikunni sem er mjög góður árangur á skoskan mælikvarða. 

Nokkrir stórir komu á land, einn 17 punda, annar 18 punda og einn 20 punda sem sjá má með greininni. 

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is