Svartá – tilboðsdagar í sumar!

Svartá í Svartárdal, laxveiði, lax-a.is

Þeir vita sem prófað hafa að Svartá er hreint dásamleg fluguveiðiá. Áin er blátær en í hana gengur stofn af laxi sem getur verið mjög stór þar sem hann þarf að kljást við erfiðann flauminn í Blöndu áður en hann kemst í Svartá.

Það er fátt skemmtilera en að kljást við stórlax á einhendu í nettri á og Svartá hefur í gegn um tíðina gefið þá nokkra stóra. á meðfylgjandi mynd má sjá Jón Sigurðsson með stórlax úr ánni frá síðasta sumri. 

Svartá er veidd með fjórum stöngum og við seljum minnst tvær saman í pakka. Það fylgir með gott veiðihús með fimm herbergjum og að sjálfsögðu er grill og pottur. 

Svartá hefur verið í lægð síðustu sumur en skoði maður veiðina í gegn um tíðina sést að það er ekki óvanalegt að hún taki dýfur niður. næsta sumar gæti hún svo aftur rokið upp í 500 laxa ef sá gállinn er á henni.

Við höfum ákveðið að bjóða ána á mjög góðu verði í sumar svo að nú er lag að prófa Svartá. Finna má leyfi í vefsölunni hér: Svartá vefsala

Veiðileyfin eru eingöngu bókanleg á þessu verði í vefsölu. 

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is