Svartá í Húnavatnssýslu

Svartá er ákaflega skemmtileg á sem býður upp á fjölbreytta veiðistaði og fínt veiðihús þar sem menn kokka ofan í sig sjálfir.

Í ánni er leyfi fyrir fjórum stöngum en við seljum minnst tvær og tvær saman, einn dag eða fleiri í senn.

Áin er skemmtilega fjölbreytt að því leyti að auk hinna hefðbundnu strengja og breiða teigir hún sig út í sjálfa Blöndu þar sem oft getur verið fjör á göngutíma. Menn geta því farið úr því að kasta með léttum einhendum í tært vatnið í uppánni yfir í tvíhendur við ármótin þar sem Blanda drynur áfram.

Laxinn í Svartá er þekktur fyrir að vera eintaklega sterkur og oft veiðast mjög stórir fiskar í ánni. Laxinn sem er af Svartárstofninum þarf nefninlega að ganga upp hálfa Blöndu til að komast heim í Svartá.

Við eigum eitthvað af dögum lausum í sumar og má sjá bestu bitana hér að neðan, að auki er framboð í vefsölunni okkar: Svartá

 

23-26. júlí – 4. St

29.07-01.08 – 2. St

3-6.08 – 2.st

8-11.08 – 4st.

20-24.08 – 4.st

 

Veiðikveðja,

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is