Stórlaxinn sækir fram í Eystri Rangá

Í Eystri Rangá hefur verið unnið markvisst að því síðustu ár að rækta upp stórlaxa. Í því skyni hafa menn stundað klakveiðar í blábyrjun tímabils, öfugt við það sem gerist víðast. Aukinheldur eru veiðimenn skyldaðir til að sleppa öllum stórlaxi í klakkistur ánni til hagsældar.

Með þessu fyrirkomulagi eru slegnar tvær flugur í einu höggi; stórlaxar verða hærra hlutfall afla og veiðin fer fyrr af stað. Og þetta hefur aldeilis skilað árangri, veiðin fyrstu vikurnar í sumar var mun betri en árið á undan og það í ári sem almennt var slakt. Einnig er athyglisvert að af fyrstu 2000 löxunum sem veiddust í ánni 2014 var stórlax heil 46 prósent af aflanum.

Við tókum saman tölfræði yfir vikuveiðina þann tíma sem Lax-Á hefur til umráða í ánni og má rýna í tölurnar hér fyrir neðan.  Þess má geta að Eystri Rangá er afar vel seld fyrir næsta tímabil en við lumum á nokkrum stöngum í upphafi tímabils – þegar þessi stóri mætir.

Rang_2014-tolfr

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is