Stórkostlegur maður er sjónum okkar horfinn. Kiddi 12.janúar 1955 – 14.mars 2018.

Kiddi okkar hefur kvatt þessa jarðvist. Hann lést 14.mars s.l. eftir erfiða baráttu við krabbamein. Kiddi var ótrúlega æðrulaus og duglegur, fór í ferðir fram eftir hausti bæði í veiði og til útlanda, þrátt fyrir mikil veikindi. Þessi styrkur var kannski einmitt það sem gerði það að verkum að við trúðum því ekki að hann yrði kvaddur á braut svo ungur, því Kiddi var alltaf sterkur sem naut og kláraði öll þau verk sem hann tók að sér. Frábær veiðimaður og bara skemmtilegur félagi. Kiddi hafði hrjúft yfirborð, en mýktin aldrei langt undan. Fólk laðaðist að honum og margir eignuðust hann fyrir vin, mjög styrkur, tryggur, trúr og góður vinur var Kiddi. Við munum sakna hans mjög sárt og það verður skringilegt að fara inn í sumarið án þess að taka spjall og heyra hláturinn hans Kidda. Við sendum fjölskyldu Kidda okkar innilegustu samúðarkveðjur. Það er gott þó að eiga góðar minningar um góðan og ljúfan dreng, við óskum þér góðrar ferðar inn í eilífðina elsku Kiddi. Árni, Vala, Vala, Gunnhildur og Lax-á félagar nær og fjær.