Stóra Laxá opnar af krafti

Það var spenna í loftinu þegar svæði fjögur í Stóru Laxá opnaði í morgun. Torfa af stórlaxi hafði sést á Hólmabreiðu nokkru fyrir opnun árinnar og veiðimenn gátu vart beðið að renna fyrir þá. Líkurnar á núlli í þessari opnun voru líklega núll. Enda fór það svo að sex laxar komu upp, allt boltalaxar upp í 96cm.

Tveir laxana komu upp úr Hólmabreiðu, tveir úr Spegli og tveir úr Neðri Heimahyl. Laxinn virðist því nokkuð dreifður um svæðið.

Gaman er að segja frá því að einn laxanna var maríulax Matthildar dóttur Valgerðar Árnadóttur. Á meðfylgjandi mynd má sjá þær mæðgur með laxinn. Ekki slæmt að fanga stórlax af Svæði 4 sem maríulax, Matthildur er klárlega veiðikona framtíðarinnar.

Við höfum sett framboðið í Stóru Laxá sv III í vefsöluna á næstunni bætast hin svæðin við. Við eigum eitthvað af dögum á Svæði IV núna eftir opnun.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð

jds@lax-a.is