Stóra Laxá komin í vefsöluna!

Stóra Laxá hefur aldeilis rétt úr kútnum á undanförnum árum og hefur sumarveiðin sjaldnast farið undir 500 laxa og stundum vel upp fyrir þúsund laxa múrinn.

Stóra Laxá er algerlega einstök veiðiá og er til að mynda svæði fjögur með fegurri veiðsvæðum á landinu og þótt víða væri leitað. Ekki skemmir svo fyrir að meðalþyngd laxa í ánni er há og veiðast árlega nokkrir rígvænir risar. Menn fullyrtu að síðasta sumar hefðu þeir séð laxa í ánni sem þeir töldu um og yfir 30 pund en þessir drjólar taka sjaldnar. 

Við erum nú búin að setja nokkrar frábæra daga í ánni í vefsöluna og þá má sjá með því að klikka á viðkomandi hlekk.

Veiðileyfi – Stóra Laxá – I&II  

Veiðileyfi – Stóra Laxá – III

Veiðileyfi – Stóra Laxá IV

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is