Stóra Laxá komin í vefsölu 2020

Hvað sem öðrum bölmóði líður þá hækkar sól á lofti og bráðum kemur blessað vorið. Nú eru ekki nema nokkrar vikur í að silungsveiðin opni og fáeinir mánuðir í laxinn.

Við vorum að setja nokkur flott holl í Stóru Laxá á öllum svæðum í vefsöluna. Stóra Laxá er alger gersemi – falleg millistór á með fjölbreytt svæði og fín sjálfmennskuhús.

Þeir sem hafa farið einu sinni í ána halda yfirleitt tryggð við hana ár eftir ár. Hún getur verið krefjandi og duttlungafull en launað mönnum ríkulega þegar sá gállinn er á henni.

Hér má kynna sér leyfi: https://www.lax-a.is/vefsala/

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is