Stóra Laxá iðar af stórlaxi

Það var fyrir nokkru síðan að við heyrðum af því að fyrstu laxarnir hefðu sést í Stóru Laxá. Nú nýlega fóru Nökkvi Svavarsson og Þórir Grétar sem skipa hluta af árnefnd árinnar upp eftir að dytta að og gera allt fínt fyrir sumarið og tóku þeir myndavélina með.

Það var glæsileg sjón sem mætti þeim félögum upp á svæði fjögur, þegar þeir litu yfir Hólmabreiðuna lágu þar á milli 20 og 30 tveggja ára laxar og nokkrir í yfirstærð og einnig sáu þeir laxa í Klaufinni. Nökkvi náði mynd af löxunum og fylgir hún fréttinni.  

Svæði 4 opnar þann 27.06 en við eigum stangir frá 29.06 eða hollið eftir opnun. Sjá má og kaupa stangirnar í vefsölunni hér: Stóra Laxá IV  

Eins og áður var minnst á hefur nú verið stofnuð árnefnd fyrir Stóru Laxá. Árnefndin hefur unnið þrekvirki í að merkja veiðstaði og slóða ásamt almennu viðhaldi. Við hjá Lax-Á viljum nota þetta tækifæri og þakka henni kærlega fyrir vel unnin störf.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is