Stóra Laxá að hrökkva í gang?

Eins og menn vita getur Stóra Laxá oft gefið ævintýralega veiði á haustin þegar laxinn gengur upp ánna úr Hvítá. 

Skilyrði þurfa öll að vera hin ákjósanlegustu til að laxinn hreyfi sig úr jökulvatninu, það þarf að rigna hressilega. 

Í vikunni gerði álitlegar bunur og líf færðist í ána. Árni Baldursson tók til að mynda 7 stykki í beit úr hylnum Kóngsbakka í gærkveldi og laxarnir báru þess merki að hafa gengið úr jökulvatninu.

Nú er bara að bíða og sjá hvort stóru göngurnar hellast inn, ef ekki núna þá vonandi um helgina þegar spáð er meiri rigningu.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is