Stóra Laxá IV fellur úr Grænavatni niður á milli Hrunamanna- og Gnúpverjahrepps, og fellur í Hvítá hjá Iðu, ásamt Litlu-Laxá. Hún er dragá, 90 km. löng all vatnsmikil með 512 ferkm. vatnasvið. Laxgeng er hún langt inn í Laxárgljúfur. Landslag með ánni er bæði fjölbreytt og mikilfenglegt. Ánni er skipt í 4 veiðisvæði með alls 10 stöngum

L1040947

Svæði fjögur hefur verið af mörgun talið eitt fegursta laxveiðisvæði veraldar með sínum djúpu og háu gljúfrum og blátærri ánni sem brýst þar í gegn. Laxveiðin hér verður seint talinn í landburði en hver og einn fiskur á svæði fjögur veitir alveg sérstaka ánægju. Meðalvikt er nokkuð há á svæðinu og hér eru margir drekar á sveimi.

Aðeins eru leyfðar veiðar á flugu og sleppiskylda er á öllum laxi á svæði IV til að hlúa að stofni árinnar.

Svæði IV er veitt með 4 stöngum og nær frá Bláhyl upp að ármótum Skillandsár, að báðum veiðistöðum meðtöldum.

Veitt er á 4 stangir frá 27 júní – 20. september.

Leyfilegt agn:
Eingöngu veitt á flugu með flugustöngum. Kaststangir bannaðar. Öllum laxi skal sleppt á svæði IV.

Stangarfjöldi:
Fjórar stangir eru leyfðar á svæðinu. Stangirnar eru seldar saman í tveimur 2ja stanga pökkum og deila með sér veiðihúsi.

Holl/dagar: Seldur er einn eða fleiri dagar frá hádegi til hádegis.

Daglegur veiðitími:
27. júní – 20. ágúst, frá kl 16-22 og 7-13.
21. ágúst – 27. sept frá kl 15-21 & 7-13

Veiðihús:

Ágætt veiðihús með gistirými fyrir 9 veiðimenn í 5 svefnherbergjum, rafmagni og hita. Sængur og kodda er að finna í húsinu en veiðimenn leggja sjálfir til sængurföt.
Við húsið er bæði gasgrill og heitur pottur. Veiðimönnum er heimilt að mæta í hús klukkutíma áður en veiði þeirra hefst og er skylt að skila húsinu hreinu klukkutíma eftir að veiði þeirra lýkur. Athygli er vakin á því að veiðimenn leggja sjálfir til sængurföt, en koddar og sængur eru í húsinu.

L1040841

Leiðarlýsing:

Veiðihúsið er í landi Laxárdals. Beygt er af Suðurlandsvegi inn á Skeiðaveg (í átt að Flúðum). Haldið er áfram þar til beygt er til hægri inn á Þjórsárdalsveg eftir að farið er fram hjá Sandlæk. Rétt eftir að ekið er framhjá bensínstöðina í Árnesi er beygt strax til vinstri inn á Gnúpverjaveg. Þaðan eru u.þ.b. 8 km að veiðihúsinu í Laxárdal. Beygt er til vinstri af Gnúpverjavegi inn á Mástunguveg. Sá vegur liggur beint inn að hlaði á veiðihúsinu.

Veiðileyfi: Skrifstofa Lax-á í síma 531-6100 eða Vefsala

Veiðistaðalýsing: Stóra Laxá IV Veiðistaðalýsing

Veiðikort: Stóra IV

L1040871L1040950L1050207Stóra 4 27-29.júlí 2012 046bakgrunnur-forsidaL1040953L1040833Stóra 4 27-29.júlí 2012 113