Spennandi kostur í gæsaveiði

Nú haustar og víða heyrist kvak. Gæsaveiðimenn eru örugglega vel komnir í gírinn og tilbúnir með puttann á gikknum.

Við vildum því benda á að við eigum eitthvað laust í gæs á okkar svæðum fram til 20.september. Um er að ræða góðar gæsalendur í Gunnarsholti og Melasveit.

Í Gunnarsholti er frábær aðstaða og gaman að koma ef menn vilja gera vel við sig í veiðiskapnum. Seldir eru pakkar með gistingu í veiðihúsinu við Eystri Rangá, mat og leiðsögumanni.

Gæsaveiði í Gunnarsholti 

Í Melasveit leigjum við út spildur með leiðsögumanni en gisting fylgir ekki pakkanum.

Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Lax-Á  í síma: 531 6100 – jds@lax-a.is

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is