Skotland – Laxveiði að vori til

Við hjá Lax-á höfum í áraraðir boðið uppá laxveiði í Skotlandi. Þó nokkrir hópar fara ár hvert til Skotlands að veiða og hafa margir litið á ferðirnar sem góða upphitun fyrir laxveiðina hér á Íslandi.

Lax-á býður uppá fjögra stanga svæði í ánni Dee, ekki langt frá Aberdeen, sem ber nafnið Lower Crathes and West Durris. Hér er á ferðinni eitt af sögufrægari veiðisvæðum Skotlands. Veiðin hefst 1.febrúar ár hvert og stendur til 15.október og því tilvalin áfangastaður til að ná veiðihrollinum úr sér. Lax-á getur einnig aðstoðað veiðimenn að skipuleggja ferðir víðast hvar í Skotlandi.

Nú hefur Icelandair hafið flug til Aberdeen og því ekki langt að fara til að sækja Skota heim og prófa að veiða á fornfrægum veiðisvæðum landsins.

Nánari upplýsingar má finna hjá Jóhanni Torfa á johann@lax-a.is eða á skrifstofu Lax-á í síma 531-6100.