Skemmtilegur veiðitúr í Hallá

Það hefur verið ágætis gangur í Hallá, en þar var veiðimaðurinn Davíð Ingason að veiða ásamt vinum og fjölskyldu 8-10.júlí síðastliðinn. Sagði hann okkur frá því að fjórir laxar komu á landa á þessum tveim veiðidögum en þar að auki var sett í fimm aðra. Rigning og rok aðstoðaði við veiðar en lítið vatn var í ánni og laxinn afar styggur. Lax sást víða í ánni en einna helst var hann að finna í Kletthyl.

Það má til gamans geta að einn maríulax náðist í veiðitúrnum en hann var í stærra lagi. Því var þurfti mikið til að ná veiðiugganum af slíkum fisk, veiðimanni til mikillar skemmtunar.