Risalax úr ánni DEE í Skotlandi

Það hljóp aldeilis á snærið hjá Gordon Smith núna á miðvikudaginn (15/10/2014) þar sem hann var við veiðar á Birse svæðinu í DEE í Skotland.

Hann landaði laxi sem var mældur 37 pund og var það staðfest af tveimur gædum sem voru með honum. Eins og sjá má er fiskurinn leginn og hefur því léttilega verið yfir 40 pundum þegar hann gekk í ána.

Lax-á hefur boðið upp á veiðar í DEE til nokkura ára og þeir eru ófáir Íslendingarnir sem hafa prófað að fara. Enda er tímabilið töluvert lengra en hér heima og verðin eru hagstæð, svo er alltaf möguleiki á að fanga svona skrímsli eins og hann Gordon landaði.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is