Opnun Stóru Laxár 1&2

Neðri svæði í stóru Laxá frá 1-3 opnuðu þann 01.07. Gríðarlegt vatn tók á móti veiðimönnum og höfðu menn ekki séð annað eins svona snemmsumars og minnti þetta einna helst á mikið og gott haustvatn. 

En laxin var þarna þó svo að hann væri kannski ekki á hefðbundnum tökustöðum. Þannig tók Árni Baldursson sjö í beit í Langabakka en sá staður var frægur í gamla daga en hefur ekki gefið fiska undanfarin ár. Hann kunni greinilega vel við sig þar því alls komu 9 laxar úr honum í opnuninni. 

Alls tók opnunarhollið 27 laxa á svæði 1&2. 

Á myndinni má sjá Hörð Steingrímsson með vænan lax úr opnun.

Veiðikveðja,

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is