Opnun River Dee 2019

Laxveiðar í ánni Dee í Skotlandi hófust að morgni fyrsta dags febrúarmánaðar. Óhætt er að segja að aðstæður voru ekki upp á marga fiska, hiti undir frostmarki og áin að mestu í klakaböndum. 

Enda fór það svo að ekkert veiddist fyrsta daginn og menn voru meira að vinna í viskídrykkju innandyra en ísbroti í suddanum.

Aðstæður breyttust þó til hins betra næstu daga á eftir, það hlýnaði og varð fært til veiða. 

Fyrsti laxinn úr ánni kom svo á land af svæðinu: “Crathes Castle” þann fjórða febrúar og var það 10 punda fallegur vorlax. 

Vonandi mun draga til frekari tíðinda næstu daga og veiðin tekur að glæðast með betra veðri og bættum hag.

Með greininni má sjá mynd af fyrsta laxinum og aðstæðum eins og þær voru á opnunardaginn. 

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is