Opnun í Stóru Laxá 1&2

Svæði 1&2 í Stóru Laxá var opnað í morgun. Á fyrstu vakt komu 4 laxar á land og fjölmargir misstir, þar af eitt tröll sem sleit teuminn eins og tvinna. Laxarnir veiddust í Kálfhaga, Bergsnös og Ófærustreng. 

Spennadi verður að heyra hvernig restin af opnuninni fer en það er víst að Stóra Laxá er aldeilis að sýna lit þessa fyrstu daga. Svæði þrjú opnar svo á morgun og það hlýtur bara að vera lax þar líka miðað við stöðuna á öðrum svæðum.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is