Opnun Hvannadalsár, Hallár og fl.

Hvannadalsá opnaði þann 20.06 og komu tveir laxar úr opnunarhollinu. Áin er vatnsmikil eins og hennar er von snemmsumars en vatnið er tært og vel veiðanlegt.

Hallá opnaði þann 21.06 og kom strax einn lax á land á fyrstu vakt og fleiri sáust. Meðfylgjandi er mynd af þessum fallega Hallárlax sem Grétar veiddi.

Efri svæði á Blöndu hald áfram að gefa eitthvað á dag þó ekkert sé það í líkingu við byrjunina í fyrra. Við heyrðum af löxum veiddum á svæði 2 í morgun í Ármótahyl og Róbert sendi okkur skýrslu eftir morgunvaktina á svæði 3 í dag. Þeir settu í sex en náðu þremur á land:

„300 Bæjarhólar 88cm hrygna á R.Frances, tomma, sleppt lús. 303 85cm hrygna á sunray, sleppt, lús. Skurður 83 cm maðkur drepin. Kveðja Róbert og Aron”

Á morgun opnar svo Leirvogsá og Tungufljótið á laugardaginn. Spennandi verður að fylgjast með þeim opnunum.

Enn er nóg af leyfum til í vefsölunni hjá okkur: Vefsala

Veiðkveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is