Opnun efri svæða í Blöndu

Svæði eitt í Blöndu hefur nú verið opið í 15 daga og er ágætis gangur í veiðinni. Þó eru vaktirnar enn nokkuð misjafnar þar sem menn eru að taka frá tveimur og upp í 13 á vakt.  Þetta er alveg eftir bókinni á þessum tíma þar sem uppistaðan í veiðinni er tveggja ára laxinn. Við heyrðum svo af því að í morgun hefðu fyrstu smálaxarnir veiðst á svæðinu og verður því spennandi að fylgjast með framhaldinu. 

Við eigum eitthvað af leyfum á svæði eitt á næstunni og eru þau mörg á frábæru verði í vefsölunni: Blanda 1

Í morgun opnuðu svo svæði 2 og 3 en svæði fjögur opnaði nú kl 14:00. Einn lax kom á land á hvoru svæði í morgun og auk þess láku margir af.

Á myndinni má sjá Róbert Haraldsson með einn vænan úr Blöndu.  

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is