Opnun Blöndu

Nú eru ekki nema rétt tæpir þrír dagar í að Blanda opni. Svæði eitt í Blöndu opnar á mánudagsmorguninn þann 05.06 kl 7:00 og eru þeir veiðimenn sem opna ána beinlínis að missa sig af spenningi.

Það er sama gengi veiðimanna sem opnar ána nú og síðustu sumur og værum við illa svikin ef við fengjum ekki fréttir af veiði fljótlega eftir opnun á mánudaginn. Laxinn er kominn, það er staðfest og nú er bara að veiða hann. Ólíklegt verður að telja að opnun síðasta árs verði slegin en þá komu 99 stykki á land. Mín spá er að þetta verði með “venjulegri” hætti og nákvæmlega 27 laxar komi úr opnun, þar af þrír 20 pund plús 🙂

Lítið er orðið eftir af veiðileyfum í Blöndu fram eftir sumri og er svæði 1 uppselt nánast fram í lok júlí. 

Hér má kynna sér leyfin sem til eru: Vefsala Lax-Á

 Veiðkveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is