Opnun Blöndu 2018

Nú eru einungis sex dagar í að Blanda opni með pompi og prakt á svæði eitt.  Við erum farin að verða gríðarlega spennt fyrir opnuninni og vonum að laxinn fjölmenni úr sjó feitur og pattaralegur. 

Við munum að sjálfsögðu segja ykkur fréttir af opnuninni um leið og eitthvað gerist. Aðstæður verða vonandi góðar til veiða, nú er lónið rétt í meðalhæð sem er heilum tveimur metrum minna en á sama tíma í fyrra. Við erum því bjartsýn á að vatnið verði ekki að stríða okkur þetta árið í Blöndu. 

Við eigum eitthvað af dögum í sprækan vorlaxinn í Blöndu og eru nokkrir dagar á tilboði í vefversluninni hér: Blanda I – vefsala 

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is