Nokkrar stangir í Stóru Laxá!

Svæði 1&2 opnaði nú og veiddi opnunarhollið 29 laxa á 2.5 degi, sem er alveg frábær byrjun á sumrinu. Þar af veiddust 14 laxar á fyrstu vaktinni! Aðeins hægðist á þegar sólin tók á loft, en endaði þó á frábærri tölu og ein af betri opnunum síðustu ár.

Það eru komnar nokkrar stangir í vefsöluna, en þar er m.a. nú hægt að kaupa eina stöng með stuttum fyrirvara t.d. 6.júlí á svæði 1&2.

Það verður skemmtilegt að fylgjast með veiðinni í sumar í þessari yndislegu á!