Myndband frá svæði 4 í Blöndu

Eins og svo oft hefur verið nefnt þá er Blanda að standa sig prýðilega í ár. Áin er ekki einungis að skila laxi heldur einnig mörgum skælbrosandi veiðimönnum. Einn af þeim er Erling Ágústsson en hann var að veiða á svæði fjögur ásamt Birni Bjarnassyni félaga sínum.

Tók Björn upp upp skemmtilegt myndband af viðreign Erlings við 86sm hrygnu sem hann tók Wolfowits flugu en veiðistaðurinn er Bollastaðabreiða. Lauk þessari viðreign með brosi eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Myndband af viðreigninni má svo sjá HÉR – eða https://vimeo.com/134209272.