Miðdalsá – lækkað verð

Miðdalsá í Steingrímsfirði er skemmtileg lítil á í afar fallegu umhverfi.  Í ánni veiðast árlega um 50 – 100 sjóbleikjur og 10 – 30 laxar. Lítið en notalegt hús fylgir veiðinni þar sem allt að átta manns geta gist.

Miðdalsá er nokkuð fjölbreytt á, þar eru bæði hægfljótandi litlar breiður og hraðari stengir. Efst i dalnum þarf að fara yfir lítið vað til að komast á efra svæði árinnar, þar er lítið gil og foss sem hefur í gegn um árin verið einna besti staðurinn í ánni.

Uppi á dal er dásamlegt að vera, þar er fallegt og friðsælt, fjarri mannabyggðum.

Miðdalsá er prýðileg á fyrir litla hópa og sérstaklega fjölskylduvæn. Við höfum lækkað öll verð í ánni og kostar dagurinn nú frá einungis 12.000 krónum samtals fyrir leyfi fyrir tveimur stöngum, alla ána og veiðihúsið.  Við fullyrðum að erfitt er að finna ódýrari veiði á landinu með gistingu, nú eða bara gistingu.

Veiðileyfi má finna hér: Miðdalsá – leyfi

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is