Miðdalsá á tilboði

Miðdalsá á Ströndum er lítil og skemmtileg tveggja stanga á sem geymir bæði sjóbleikju og stöku lax. Margir hafa gert góða túra í ána og þeir heppnu sem hafa hitt á göngur hafa farið heim brosandi hringinn.

Með ánni fylgir ágætis veiðihús með svefnplássi fyrir allt að átta manns. Stutt er á Hólmavík í sund og þjónustu.

Miðdalsá er nú á sérstöku tilboðsverði  á fjölmörgum dagsetningnum í sumar, sumir dagar eru á svo góðum kjörum að segja má að veiðin fylgi frítt með gistingunni.

Sjá má framboðið hér: Miðdalsá