Metopnun í Blöndu

Veiðin fer frábærlega af stað í Blöndu en á fyrstu vakt náðust 34 laxar á land. Dagurinn endaði í 51 einum laxi en allt voru þetta fallegir tveggja ára laxar frá 75-100sm. Veiðin hélt áfram á degi tvö en 30 laxar voru færðir í bók. Ótrúlegar tölur úr Blöndu og fullyrt að um met opnun er að ræða. Það vekur líka athygli að þegar áin opnaði voru 164 laxar gegnir upp teljara á efri svæðin. Því verður afar áhugavert að sjá hvernig fyrstu dagarnari fara af stað þar en svæð 2-4 opna 20.júní næstkomandi.