Losnuðu flottar stangir

Vegna forfalla voru að losna hjá okkur mjög áhugaverðar stangir.

Ein stöng var að losna í Eystri Rangá í heilan dag þann 04.07. Stöngina má finna í vefsölu hér: Eystri Rangá vefsala

Svo voru að losna allar stangirnar á gulltíma í Blöndu II. Stangirnar má finna í vefsölu hér: Blanda II vefsala

Við erum með óstaðfestar fréttir að 16 stórlaxar hafi veiðst í Stóru Laxá IV á opnunarvakt. Við segjum nánar frá því síðar.

Við eigum stangir um næstu helgi á svæðinu sem má finna hér: Stóra IV – Vefsala

Myndin sem fylgir fréttinni er af gullfallegum lax úr opnunarhollinu í Langadalsá.