Lokatölur úr Stóru Laxá

Stóru Laxá var lokað í gær þann 30.09. Nú höfum við fengið staðfestar lokatölur úr ánni en hún lauk tímabilinu í 882 löxum og 49 silungum sem er feikigóður árangur.

Þetta er samkvæmt okkar bestu vitneskju næst besti árangur árinnar frá upphafi og setur hana í 9. sæti á landsvísu yfir bestu ár sumarsins 2014. Aðeins metsumarið 2013 var betri veiði í Stóru Laxá.

Það sem vekur sérstaka athygli er að 603 laxar eru yfir 70cm langir og teljast því stórlax, tíu laxar veiddust sem voru yfir 100cm sem er kvarðinn fyrir tuttugu punda fiska! Stórlax er því heil 69% af aflanum.

Við erum ákaflega ánægð með árangurinn í sumar og hlökkum til næsta sumars.

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is