Lokatölur úr Stóru Laxá

Nú er veiði lokið í Stóru Laxá enn eitt árið og hafa aflatölur oft verið betri en þó endaði áin með heildarveiði upp á 480 laxa. Eins og flestir vita var fordómlaust ástand við flestar ár í sumar á vestanverðu landinu þar sem þurrkar léku þær grátt og var Stóra engin undantekning frá því.  

Áin var illveiðanleg stóran hluta af sumrinu og hreinlega lítið veidd og erum við því þokalega ánægð með hvað tókst þó að krafla upp úr henni. Ef vatnstaða verður með skaplegu móti næsta sumar erum við ákaflega bjarstýn á mun betri veiði. 

Hér getur að líta skiptingu veiði í Stóru Laxá 2019:

Heildarveiði: 480 laxar og þar af sleppt aftur 464 sem er einkar ánægjulegt. 

Stóra 1&2:   364 laxar, 51 bleikja og 29 urriði

Stóra 3: 40 laxar og 22 urriðar

Stóra 4: 76 laxar og 16 urriðar

Fjórir laxar veiddust um og yfir 100 cm og á myndinni má líta Reyni M Sigmunds með einn þeirra.

Við höfum nú þegar hafið bókanir fyrir 2020 í Stóru Laxá og fleiri ársvæðum. 

Veiðikveðja

Jóhann Davíð – jds@lax-a.is